<$BlogRSDURL$>

sunnudagur, júní 20, 2004

allt og ekkert... 

Og þá er helgina að baki, eða svona nokkurn vegin, miður sunnudagur.
Föstudagurinn var eins og föstudögum ber, leti og bjór eftir vinnu. Systir vinkonu minnar kom frá þýskalandi þann dag og við sátum bara út á svölum og drukkum bjór! Góður endir á vinnu viku.
Laugardagur var gluggaveðrusdagur. Ég dressaði mig upp í stuttbuxur og stuttermabol og hélt af stað til þess að sjá Cubs (baseball)leik. Sem betur fer fékk ég eitthvað hugboð áður en ég fór og tók með mér peysu. Við sátum nefnilega í skugga og roki efst efst uppi, fyrir aftan 2 base. Vegna kulda, skjálfta, nefrennslis og fleirra fórum við heim í 8 inning sem er nú ansi gott, vorum þarna frá ca. 12 til 2:30 Ég dreyf mig heim í heita sturtu og fékk mér súpu að borða því mér var svoooo kalt. Svo um kvöldið hélt vinkona mín upp á afmælið sitt sem endaði með því að ein vinkona mín hösslaði sér einhvern gaur og núna eru þær staddar á fótboltaleik þar sem hann er að spila. ;)
Sunnudagur (í dag) er víst lengsti dagur sumarsins eða eitthvað svoleiðis og jafn framt besti dagur ársins hérna. Mér finnst nú ekki vera neitt rosalega heitt úti en það er kannski það sem gerir þetta besta dag ársins. Enginn raki, melló hiti og heiðskýrt. Og ég sit inni að tölvast og stefni svo á að taka smá til í herberginu og kannski verður farið í ræktina! En þetta er bara svona bak við eyrað.


Svo er því farið:
Sá er eftir lifir
deyr þeim sem deyr
en hinn dáni lifir
í hjarta og minni
manna er hans sakna.
Þeir eru himnarnir
honum yfir.
Hannes Pétursson. ,,Þú gekkst mér við hlið."

|

fimmtudagur, júní 17, 2004

Hæ hó jibbý jejj og jibbý jejj... 

...það er kominn 17. júní! :D
GLEÐILEGA ÞJÓÐHÁTÍÐ ALLIR SAMAN!
Vonandi eru allir að skemmta sér vel, borða fullt af nammi, kandíflos og brjóstsykursnuðum, ;) og finna sér skemmtiatriðið fyrir sitt hæfi. :) Það er alltaf stuð... vonandi enginn þunnur eftir grillveisluna hennar Erlu í gær.

Erla, til hamingju með afmælið í gær!
Kristín, til hamingju með afmælið á morgun!


Hérna eru allir að kafna úr hita. Jack ekki allveg að höndla þetta og er farinn að sofa og klukkan er hálf 12... Frekar snemmt.
Mig dreymdi allveg stórskrítinn draum í nótt! Ég var á leiðinni heim. Sat í flugvélinni með risa stórt bros á vör og ýminda mér hvernig það yrði að sjá mömmu og pabba, Önnu og Ólafíu eftir heilt ár. Nú vélin lenti og GOGGUBURR! Ég var ekki stödd á Íslandi! Vekjaraklukkan hringdi og ég veit ekki hvernig draumurinn hefði endað.
En í dag þá á ég bara eftir að vinna í 2 mánuði og í dag kem ég heim eftir 2 mánuði og viku!

Veit einhver um svona teljara til að setja hérna? Hilla! Svona eins og var á Eurovision síðunni!!!???

Shakespearean Insulter
"Thou art baser than a cutpurse."
Taken from: The Two Noble Kinsmen

|

mánudagur, júní 14, 2004

blautur dagur  

Yndislegt veður ákkúrat núna! En í morgun fórum við út á róló. Þegar við vorum búin að vera þar í nokkrar mínútur heyrðum við í þrumum. Svo better get going home. Þegar við vorum ný lögð af stað byrjaði að rigna og þetta var ekkert smávegis rigning, eins og helt væri úr fötu. Svo við komum rennandi blaut heim! Úff... En það var ekki hægt að skipta strax um föt því við þurftum að loka öllum gluggum og sérstaklega á loftinu en gólfið var þegar orðið blautt. Svo þurfti ég að taka niður skyggnið á svölunum og varð enn blautari við það. En þetta hafðist og núna eru allir þurrir og sofandi nema Erin hún heldur áfram að vera blaut, í sundi! ;)
Vinkona mín var að hringja í mig, vilt á leiðinni út á flugvöll með krakkan "sinn". Svo ég fann kort á netinu og fann þetta út fyrir hana. "Here I come to save the day!" Svo þetta reddaðist að lokum!
Svaka stuð!

Shakespearean Insulter
"Be not lost so poorly in your thoughts."
Taken from: Macbeth


|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?