<$BlogRSDURL$>

þriðjudagur, maí 25, 2004

Orlando & I'm back!  

Já þá er ég komin heim eftir stór góða ferð ,,takk fyrir mig Fríða og Kristín" :D Orlando allt öðru vísi en Chicago og tími til komin að sjá/fá smá breytingu. En ég kann betur við Chicago en Orlando, enda finnst mér Orlando vera sumarleyfisstaður í hæðsta gæðaflokki. Þarna geta verlsunarglaðir íslendingar sko glaðst!;) Enda upplifði ég það með eigin augum og ekkert lítið skemmtilegt! :D
Nú ferðin hófst á föstudagsmorgni þar sem ég vaknaði fyrir allar aldir. Kathy hafði nú ekki mikla trú á mér, but I did it! ;) Ég drusslaðist út á strætóstöð með sjálfa mig og töskurnar, vagninn flutti mig á lestarstöð þar sem ég fór með lestinni út á flugvöll. Þar var allt fullt af fólki og andrúmsloftið eins og það gerist best á flugvöllum, allir í stress fýling. Nú ég fer í einhverja tölvu til að prenta út miðan minn því ég keypti hann á netinu. Það virkaði ekki og ég búin að blandast loftinu vel og í óðagoti mínu við að finna starfsmann gleymi ég öllum mannasiðum og kalla ,,Hey you" Fattað um leið og ég var búin að sleppa orðinu og sagði ,,sorry". Konan náttúrulega stór móðguð og ég reyni að bæta fyrir þetta með því að segja eins oft sorry og hægt er á 10 sek. Nú hún var svo væn og vísaði mér á réttan stað þar sem ég fékk miðann minn. Öll töskuleyt og annað gekk vel svo ég settist bara og beið eftir vélinni í róg og næði og lét fyrra stress líða úr mér. Eftir "langa" bið, sem er sennilega ekki löng manni bara finnst það því maður er svo að flýta sér þegar maður er komin á áfangastað. Þá fékk ég töskuna mína og þá fattaði ég að hún hafði allavegana farið framhjá mér 2x en mig minnt alltaf að hún væri svört en þá er hún svona grá-svört-græn eitthvað skrýtið (litur sem maður man aldrei og ég ákvað að næst þegar ég færi eitthvað myndi ég skella skærbleikum borða á hana). Ég fann mér svona Shuttler sem fór með mig á hótelið þar sem Kristín beið eftir mér upp á herbergi. Eftir miklar lyftupælingar, því ég ætlaði aldrei að fatta hvernig lyfturnar virkuðu (þetta er ekki grín og ég er ekki heimsk, allavegana ekki beint) þá komst ég fyrir tilviljun upp á rétta hæð. Nú það voru miklir fangað fundir þegar við frænkurnar hittumst og töluðum linnulaust, má eiginlega segja, það sem eftir var dagsins. Dagurinn fór í sólbað, búðaráp og svo enduðum við kvöldið á dýrindis veitingastað sem seldi stræstu steikur sem ég hef augum litið. Og skammtastærðirnar voru allveg eftri kananum. Við gátum varla klárað aðal réttinn og sem betur fer fengum við okkur ekki forrétt, hvað þá eftirrétt.
Næsti dagur var skipulagður sem verslsunardagur (tilvalið þar sem himinninn var skýjaður) þar sem 4 íslenskar "konur" fóru saman að versla (og það fór eins og á að fara... hálfu búðirnar keyptar). Við byrjuðum á Walmart en sökum mikillar stærðar og tímaleysis (gáfum okkur bara klukkutíma) þá sáum við ekki nærrum því allt. Svo skelltum við okkur í eitthvað moll þar var áætlaður verslunartími var 2 klst. Eftir þetta moll ætluðum við frænkurnar svo í Target superstore en þegar við loksins fundum strætóskýlið föttuðum við að við þurftum að fara heim og gera okkur reddý fyrir kvöldið. Við fórum á einhvern ítalskan veitingastað þar sem syngjandi þjónar þjónuðu okkur til borðs og matarskammturinn ekki síðri frá kvöldinu áður.
Sunnudagurinn rennur svo upp allt of fljótt (næst síðasti dagurinn) en jafn framt einn af þeim skemmtilögustu. Við frænkurnar skelltum okkur í Universal Studio og vorum þar frá hádegi til seint um kvöldið. Við fórum í allskins tæki eða þetta voru meira svona show og hermar, Shrek 4-D þar sem Lord Fraquad kom sem draugur og stal Fionu, Turminator 3-D show, Horror movie make up show og besta af öllu í því var þegar þau voru að grínast í einhverjum krakka og sögðu ,,við þurfum ekki að vera góð við þig, við erum ekki Disney." :D hehe... SNILLD!. Ég upplifði jarðskjálfta á mælikvarða 8,5 á richter í San Fransico (en það voru nokkur þorp þarna og þau hétu ýmsum nöfnum) og svo skelltum við okkur í fellibyls upplifun úr myndinn Twister. Þetta var alltsaman frábært og kvöldið endaði á því að við sáum Shrek 2 sem stendur allveg fyrir sínu! :D
Lokadagurinn rennur svo upp með blíðskaparveðrinu sem er búið var að vera þarna allan tíman. Við skelltum okkur 5 íslenskar "konur" í verlsunarferð þar sem allir töpuðu sér, aftur, í mollunum. ;) Það var sárt að kveðja þegar shuttlerinn rendi upp að hótel dyrum en 3 mánuðir er ekki neitt miða við það sem er búið. Með sorg í hjarta en bros á vör (eftir gott frí og yfir að hafa hitt frænkurnar) lagði ég af stað á flugvöllin. Ferðin heim gekk vonum framar og Chicago tók á móti mér eins og henni einni er lagið með vindi og svölu lofti! :) Það var yndislegt að vera komin heim eftir leiðinlegt flug. Mér finnst skemmtilegasti parturinn af flugi vera þegar maður er á leiðinni í loftið og svo lendingin. Og þar með líkur ferðasögu minni frá Orlando! Sem er svo allt allt öðruvísi en Chicago og ég er fegin að búa hérna.

Stutt vika framundan. Frí frá föstudegi til mánudags, memorial weekend. Erum að fara upp í bústað á fimmtudags eftir miðdeginum, 6 klst. keyrsla norður! Ég byrgi mig upp af blöðum, bókum, rafhlöðum og silljón diskum til að stytta mér stundir. :D
Lifið heil þangað til næst... ;)

Guns´n Roses eru í tækinu, þeir rokka feitt... :D "Take me down to paradise city were the gras is green and the girls are pritty." "Oh, whount u please take me home." "So, far away..."

bæ ðe vei, hotmailið er komið í lag! Svo iggnorið þið bara þetta með síðasta skilaboð.

|

,,Allt á haus, allt á haus, nú er ég að verða vitlaus!" 

Alla malla... get nú ekki annað sagt... Því líkt og annað eins klúður...
Ég kemst ekki inn á hotmailið mitt. Ég get signað mig inn en svo þegar ég klikka á póstinn (MAIL) þá gerist ekki neitt það er eins og tölvan frysti skjáinn. Og þetta gerist bara á hotmailinu. Og hjá öllum mínum adressum. Er einhver annar að lenda í þessu líka? Ásta, er þetta svona hjá þér? Mér finnst þetta ekki sniðugt. Svo ég ætla bara að byðja ykkur að vera ekkert að senda mér mail í smá tíma :( sniff sniff nema á þessa adressu, sookatt2004@yahoo.com Allveg hræðilegt ég fór út í yahoo! Yahoo og hotmail er svona eins og Kók og pepsí (sjái þið ég skrifa Kók með stóru K-i ;) hehe... enda er ég kók-isti). Ætlaði bara að láta vita... skrifa Orlando söguna mína í kvöld! En þangað til, lifið heil. :)

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?