<$BlogRSDURL$>

föstudagur, janúar 23, 2004

Heimilistónar 

Allveg var ég búin að gleyma þeirri gleði sem Heimilistónar gefa manni þegar maður hlustar á þær. Þær eru allgjörir snillingar. Takk fyrir að vera til... Ef ég væri geðveik myndi ég tilbiðja þær, en sá tími er ekki komin. :p

Tilvitnun dagsins; (vitnað í heimilistóna) :) -audda-
,,Þetta er fjall en við förum upp það."

|

miðvikudagur, janúar 21, 2004

Algjörlega út úr kú! :p  

Hér er verið að tala um landið sem vill meina að það standi fyrir frelsi. Frelsi in my ass...

Vissiru að...
...það er ekki hægt að kaupa linsur hérna nema með lyfseðli frá lækninum þínum.
...það er ekki hægt að kaupa Hexadent, munnskol, nema með lyfseðli frá lækninum þínum.
...þegar börn eru orðin ákveðið gömul þurfa foreldrar að segja hvort börnin séu, hvít, african-amerikan, HiSpanic, native americans o.s.frv. En það er galli á kerfinu, hvað ef börnin eru blönduð. Hvar lenda þau þá?

Eagles...
Var að hlusta á lag með Eagels af nýja diskinum mínum ;) og þar er lag sem er með nákvæmlega sama stefi og eitthvað Ham lag!

Ekki neitt...
Annars er ekkert að frétta. Er rosa dugleg að æfa mig á gítarinn en samt er þetta pínu erfitt, puttarnir verða fljótt þreyttir og svona. Svo er ég einhvernveginn ekki allveg að sjá fram á það að ég eigi eftir að læra gripin. Þetta lýtur voða eitthvað erfitt út... en ég gat lært á öll hin hljóðfærin svo ég ætti nú að geta þetta. Reyndar er erfitt að kenna gömlum hundi að sitja og þar sem maður eldist nú hægt og rólega þá gæti þetta reynst erfitt. Sem betur fer kannski er ég bara ekki 40 ára. ;)

Tilvitnun dagsins;
,,Ef ég ætti óskastein. Myndi óskin, aðeins ein..."

Munið
Ættla bara enn og aftur að minna á metings-keppnina sem fer fram á kommentakerfinu! ;) Þetta er gríðarlega spennandi. Það samt lítur út fyrir að það sé komin sigurvegari. En vinningshafinn verður ekki tilnefndur fyrr en 1. febrúar. ;) Svo það er en þá tími.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?