þriðjudagur, desember 23, 2003
Jólinn og gjafir og allt það!
Á sunnudaginn var tekið smá forskot á jólasæluna og pabbi Kathyar og fjölskyldan hans kom og opnaði gjafir. Það er allveg sjúklegt hversu mikinn pening fólk leggur í gjafir hérna. Kathy og Mick fengu stafræna myndavél, og krakkarnir rosalega flottar gjafir. Jack fékk fjarstýrt Harley Davidson mótorhjól, geggjað flott svo ég á eftir að skemmta mér vel... :)
Svo verður aðfangadagur bara venjulegur dagur, ég ætla reyndar að fara í messu svona til þess að gera eitthvað jólalegt. Og svo á jóladag, jamm við skulum sjá hvernig hann verður.
Hanukkah!
Í gær fórum við yfir til nágranna okkar sem eru Gyðingar til þess að halda upp á Hanukkah. Það var voða fínt. Borðuð og kveiktum á kertum og spiluðum. Fékk einhverskonar kartöflupönnukökur. :) rosalega gott. Mér bauðst að fara á Chicago Bull leik í gær en ákvað að halda upp á Hanukkah með fólkinu því ég mun sennilega aldrei gera það aftur. Og ég veit að ég mun komast á Bulls leik einhvertíman seinna.
Jólatónleikar
Á eftir er ég svo að fara á jólatónleika! Verst að ég get ekki reddað mér skötu hérna til þess að halda upp á daginn ;) en það verður að hafa það! Ég fæ mer bara lax í staðinn ;) það er miklu betri fiskur. Annars er ekki svo slæmt að fá skötu. Ef jólamaturinn misheppnast þá getur hann aldrei orðið verri en skatan! ;)
Tilvitnun dagins;
,,Mary Poppins, particly perfect in every way."
Oh, ég elska þessa mynd! Hin fullkomna barnfóstra. ;)
|
Svo verður aðfangadagur bara venjulegur dagur, ég ætla reyndar að fara í messu svona til þess að gera eitthvað jólalegt. Og svo á jóladag, jamm við skulum sjá hvernig hann verður.
Hanukkah!
Í gær fórum við yfir til nágranna okkar sem eru Gyðingar til þess að halda upp á Hanukkah. Það var voða fínt. Borðuð og kveiktum á kertum og spiluðum. Fékk einhverskonar kartöflupönnukökur. :) rosalega gott. Mér bauðst að fara á Chicago Bull leik í gær en ákvað að halda upp á Hanukkah með fólkinu því ég mun sennilega aldrei gera það aftur. Og ég veit að ég mun komast á Bulls leik einhvertíman seinna.
Jólatónleikar
Á eftir er ég svo að fara á jólatónleika! Verst að ég get ekki reddað mér skötu hérna til þess að halda upp á daginn ;) en það verður að hafa það! Ég fæ mer bara lax í staðinn ;) það er miklu betri fiskur. Annars er ekki svo slæmt að fá skötu. Ef jólamaturinn misheppnast þá getur hann aldrei orðið verri en skatan! ;)
Tilvitnun dagins;
,,Mary Poppins, particly perfect in every way."
Oh, ég elska þessa mynd! Hin fullkomna barnfóstra. ;)