<$BlogRSDURL$>

sunnudagur, nóvember 23, 2003

Jólin jólin og allt kreisý!  

Já nú er byrjað að skreyta fyrir jólin þótt margar búðir hafi byrjað að selja jólaskraut frá byrjun nóv. og enda okt. Í dag var risastór skrúðganga á Michican Av. sem er "aðal" verslunargatan hérna og svo voru fullt af flugeldum... Það er stórt jólatré þarna líka með fullt af jólaljósum, svaka flott. En flottasta jólaskrautið sem ég hef sé hérna er jólalestin. Vá því líkt og annað eins hef ég bara ekki séð. CTA er lestakerfið hérna og þeir hafa skreitt eina lest með jólaljósum svo allir gluggar og endar á lestini eru með marglitaðri jólaseríu, svo eru gluggarnir með gerfisnjót og ljósin inn í lestinni eru hvít og rauð og haldföngin eru skreitt hvít og rauð eins og jólabrjóstsykur og meðfram loftinu eru seríur og englahár og jólatónlist glymur um allt og þegar maður fer inn í lestina tekur jólasveinaálfur á móti manni og gefur manni jólastafabrjóstsykur ;) og svo á milli vagnana sem eru ca. 6 og 6 saman, á milli þeirra er jólasveinn og jólaálfar að spila... þetta er sjúkt... Og það var allt kreisý niður í bæ í dag. Lestin var troðin það gátu ekki allir farið inn hún var svo þétt skipuð og hurðirnar lokuðust varla og þegar þær opnuðust val fólk út. Jólatónlist glumdi svo í öllum búðum og fólk á hverju götuhorni að boða boðskap guðs og spila jólatónlist og svo sá ég svona fólk sem hefur bauk sem maður gefur pening í og það klingir lítill bjöll stannslaust. Það var svo mikið fólk í bænum að það mindaðist röð fyrir utan búðirnar og mollin til þess að komast inn og það var röð upp rúllustigan. Já jólin eru sko á næsta leiti hérna. :) Þessi jól verða ekkert smávegis skrítin ekki nóg með það að ég sé í öðru landi heldur eru engin próf í desember sem ég þarf að læra fyrir svo ég byrja í jólastuði frá og með deginum í dag ;) Sem sagt eina sem ég get sagt um daginn er kreisý!!! Svo endaði kvöldið á Hard Rock þar sem ég rifjaði upp gamla dönsku kunnáttu ;) yfir Corona!!!!

|

föstudagur, nóvember 21, 2003

man man... 

man hvað ég ætlaði að segja fleira í gær. Það er nefnilega svo merkilegt eins og veturinn hérna getur verið kaldur að þá var 17°C í gær :) sannkallað peysu verður og hlítt! :)

|

svaka svaka 

þýska vinkona mín var að gera stóran skanndal. Hún eyðilagði nefnilega mjög flott tré stofuborð hjá "fjölskyldunni" sinni. Það var svakaleg rigning á mánudaginn, hún tók morgunblaðið inn (rennandi blautt) og skellti því á borðið og svo gleymdi hún því og ææ ææ ææ, borði ónýtt! :S
Svo var danska vínkonan mín að keyra í gær og slamm bíll keyrði inn í hliðina á hennar bíl og fullt af skemmdum en hún og krakkin eru OK! hjúkkk... en bíllin mjög skemmdur
ég vona bara að ég fari ekki að gera neitt... :s

|

same old same old 

vikan líður sjúklega hratt... föstudagur á morgun!!! jibby vonandi ekki eins leiðinlegur og síðast... nei ætla hitta stelpurnar og gera eitthvað...
takk Tinna og Alli fyrir að senda mér lagið (Stúlkan sem starir á hafið) ;) er búin að hlusta stanslaust á það síðan í gær... :) en það er best með Bubba ;) sammála?
annars ekkert spes að frétta. er búin að finna kaffihús hérna sem heitir pick me up og er opið langt fram eftir á virkumdögum en 24-seven um helgar! :) bara verst að það er ekkert áfengi þarna... en ef maður kaupir sér kók (reyndar allveg sama hvar maður er) þá er frá áfylling svo bara kókglas og nóttin er löng. :)
já... já... já... þoli ekki ég finn alltaf eitthvað til þess að segja þegar ég er ekki í tölvunni svo þegar ég er í tölvunni og skrifa eitthvað man ég það ekki... ég er svo gleymin að ég meira að segja gleymi að skrifa í minnisbókina mína það sem ég ætla mér að muna ;)

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?