sunnudagur, október 26, 2003
Helgin
haha... sagði það ég skirfa bara á miðvikudögum og sunnudögum!
en helgin er búin að vera stórgóð og svakalega þreytandi! Hitti nokkrar stelpur á föstudagskvöldið og fengum okkur bjór sem er svo sem ekkert frá sögu færandi.
Í gær (laugardag) fór ég í bæinn og keypti mér diska, hvað annað. Keypti Queen Classic, Quarashi Jinx, Sykurmolana og Soundtrack úr Rómeó og Júlíu. Svo fórum við í Trolley ferð um Chicago, og ég komst að því hversu falleg þessi borg er. Vildi að þið hefðuð verið með mér og séð þetta allt saman. Svo var bara farið snemma heim því við vorum svo þreyttar eftir kvöldið á undan, komum seint heim og vöknuðum snemma. Dagurinn í dag verður sem sagt sannkallaður leti dagur!
ÉG ER AÐ FARA TIL LONDON Í NÓVEMBER!!!!! Veit ekki hvenær við förum en það verður seinniparinn í nóv. :) oh, hlakka svo til!
ATH!!!!
Nú er búið að seinka klukkunni hérna um klukkustund svo ég er 6 tímum á eftir ykkur! Þangað til, veit ég ekki hvenær!
|
en helgin er búin að vera stórgóð og svakalega þreytandi! Hitti nokkrar stelpur á föstudagskvöldið og fengum okkur bjór sem er svo sem ekkert frá sögu færandi.
Í gær (laugardag) fór ég í bæinn og keypti mér diska, hvað annað. Keypti Queen Classic, Quarashi Jinx, Sykurmolana og Soundtrack úr Rómeó og Júlíu. Svo fórum við í Trolley ferð um Chicago, og ég komst að því hversu falleg þessi borg er. Vildi að þið hefðuð verið með mér og séð þetta allt saman. Svo var bara farið snemma heim því við vorum svo þreyttar eftir kvöldið á undan, komum seint heim og vöknuðum snemma. Dagurinn í dag verður sem sagt sannkallaður leti dagur!
ÉG ER AÐ FARA TIL LONDON Í NÓVEMBER!!!!! Veit ekki hvenær við förum en það verður seinniparinn í nóv. :) oh, hlakka svo til!
ATH!!!!
Nú er búið að seinka klukkunni hérna um klukkustund svo ég er 6 tímum á eftir ykkur! Þangað til, veit ég ekki hvenær!
Rokk and ról
Fór í vikunni á pöbb sem var með læf tónlist. Þar sá ég subbulegustu klósett sem ég hef á æfinni séð og komst aldrei að því hvernig vaskurinn virkaði, kannski virkaði hann ekki neitt! Svo voru veggirnir geðveikt flottir þar sem tónlistinn var spiluð, hún var spiluð í sal út frá barnum. Held að þetta hafi eitthvað með hljóminn að gera því það voru sundlaugaflísar á veggjunum, hvítar og blára. Mér leiðhálfparinn eins og ég væri í Sundhöll Reykjavíkur á tónleikum. Annars er ég að spá hvort þetta hafi verið eitthvað trend fyrir mörgum árum síðan því í gær sá ég hús sem var flísalagt að utan með sundlaugaflísum. Allavegana þá skemmti ég mér stórvel í sundhöllinni í grænum sólstól og með bjór í annari. Eitt af böndunum sem ég sá var hræðilegt band, bassaleikarinn hafði ekki einu sinni rétt á því að leggjast í gólfið svona eins og þessir strengjaleikarar gera þegar þeir eru að fíla sig geðveikt því það var enginn að fíla það sem þeir voru að spila. Þetta var svona samansafn tónlist hjá þeim, steipa. En hvað er þetta með tónlistarmenn og þurfa að snúa rassinum framan í áhorfendur?
|
miðvikudagur, október 22, 2003
merkilegt nokk
...hafi þið tekið eftir því að ég skrifa oftast á sunnudögum og miðvikudögum? Áhugavert ja? Veit ekki, smá kannski! :) bara svona pæling :p mjög djúpt! Það er svona, maður verður svo djúpt hugsi í útlöndum!
|
Snilldar brandari!!! :D
Það stoppaði stór trukkur á rauðu ljósi í Reykjavík. Ljóshærð kona stekkur út úr bílnum sínum, hleypur að trukknum og bankar á dyrnar. Bílstjórinn skrúfar niður rúðuna og hlustar á hvað hún hefur að segja.
"Hæ ég heiti Lísa og þú ert að missa hluta af hlassinu þínu.
Bílstjórinn gerði ekkert með þetta og hélt bara áfram. Þegar trukkurinn stoppaði aftur annars staðar á rauðu ljósi, stoppaði stúlkan hann aftur. Hún stökk út úr bílnum sínum og bankaði á dyrnar hjá bílstjóranum. Aftur skrúfaði hann niður rúðuna. Eins og þau hefðu aldrei talað saman, sagði sú ljóshærða skýrt og greinilega:
"Hæ, ég heiti Lísa og þú ert að missa hluta af hlassinu þínu.
Hristandi hausinn, hunsaði bílstjórinn hana aftur og hélt áfram niður götuna. Á þriðja rauða ljósinu, þá gerðist það sama. Eins og stormsveipur stökk sú ljóshærða út úr bílnum, hljóp að dyrum bílsins og bankaði. Bílstjórinn skrúfar
niður rúðuna. Enn og aftur segir sú ljóshærða:
"Hæ, ég heiti Lísa og þú ert að missa hluta af hlassinu þínu."
Þegar það var komið grænt ljós, keyrði trukkurinn af stað með það sama að næsta ljósi. En þegar hann stoppaði í þetta skiptið, dreif hann sig út úr trukknum og hljóp aftur að bíl ljóshærðu konunnar. Hann bankaði á bílrúðuna og þegar hún skrúfaði hana niður, sagði hann:
"Hæ, ég heiti Birgir, það er vetur í Reykjavík og ég er að keyra SALTBÍLINN."
|
"Hæ ég heiti Lísa og þú ert að missa hluta af hlassinu þínu.
Bílstjórinn gerði ekkert með þetta og hélt bara áfram. Þegar trukkurinn stoppaði aftur annars staðar á rauðu ljósi, stoppaði stúlkan hann aftur. Hún stökk út úr bílnum sínum og bankaði á dyrnar hjá bílstjóranum. Aftur skrúfaði hann niður rúðuna. Eins og þau hefðu aldrei talað saman, sagði sú ljóshærða skýrt og greinilega:
"Hæ, ég heiti Lísa og þú ert að missa hluta af hlassinu þínu.
Hristandi hausinn, hunsaði bílstjórinn hana aftur og hélt áfram niður götuna. Á þriðja rauða ljósinu, þá gerðist það sama. Eins og stormsveipur stökk sú ljóshærða út úr bílnum, hljóp að dyrum bílsins og bankaði. Bílstjórinn skrúfar
niður rúðuna. Enn og aftur segir sú ljóshærða:
"Hæ, ég heiti Lísa og þú ert að missa hluta af hlassinu þínu."
Þegar það var komið grænt ljós, keyrði trukkurinn af stað með það sama að næsta ljósi. En þegar hann stoppaði í þetta skiptið, dreif hann sig út úr trukknum og hljóp aftur að bíl ljóshærðu konunnar. Hann bankaði á bílrúðuna og þegar hún skrúfaði hana niður, sagði hann:
"Hæ, ég heiti Birgir, það er vetur í Reykjavík og ég er að keyra SALTBÍLINN."
mánudagur, október 20, 2003
MEGA COOL!!!
Fór í Virgin um helgina og var að skoða DVD. Það er hægt að kaupa fyrstu Alias seríuna og fyrstu ER seríuna, Sex and the City og fullt af öðrum þáttum og náttúrulega Friends en sá bara 1-4 seríu. Mér finnst þetta mega cool. Komst svo að því að ég hef alltaf sagt Alias vitlaust. Hef alltaf borið það fram sem All-æas en það er sagt A-lí-as (bera a-ið fram eins og ei) :) hehe... vonandi skilst þetta.
|