sunnudagur, október 12, 2003
Yndislegir draumar
já allt frá því um síðustu helgi er ég búin að vera með brownees á heilanum. Mig er búið að dreyma nótt eftir nótt þennan yndislega eftirrétt sem hægt er að fá á Hard Rock. Ég fékk nefnilega að smakka ís með súkkulaðidýfu og brownees köku með og namm namm namm þetta var allveg sjúklega gott... svo gott að ég er ennþá að hugsa um þetta... og mig dreymir meira að segja að ég sé að borða!!! :)
|
Leti leti leti
já... já... já... hef ekki gert neitt annað en á glápa á sjónvarpið um helgina og leika mér í play station2 jibbý!!! Ég ætlaði að gera svo mikið, en ekkert gerðist... kannski kíki í bæinn á eftir en býst ekki við því að það sé neitt opið í dag... veit ekki... það er sunnudagur.
|
fimmtudagur, október 09, 2003
Ymislegt
Já það hefur ýmislegt skemmtilegt drifið á daga mína síðan ég skrifaði síðast. Ég fékk t.d. versta hausverk sem ég hef nokkurntíman á ævinni fengið! :( þetta var allveg hræðilegt! En hér er ég í dag svo ég lifði þetta af.
Í gær hætti ég snemma, sótti miða á tónleika. Já ég fór á tónleika í gær. Ég fór á tónleika með Sting. Þetta var frábært! Tónleikarnir voru úti, fólk sat bara úti í gúddí fílíng og hlustaði á Sting! :) Veðrið er búið að vera rosalega gott þessa dagana og verður áfram fram yfir helgi allavegana, 24°C! Jibbý!!!! Svo er löng helgi framundan. Engin vinna á föstud. og ekki heldur mánud. og ég er náttúrulega í fríi allar helgar. Svo ég ætla að slappa og og njóta þess að hafa húsið út af fyrir mig. Verð að segja ykkur að ég fór á videoleigu á laugardaginn og sá að það er hægt að leigja Alias þættina á DVD! Mér finnst það geggjað, svo ég ætla að horfa á Alias!!! um helgina! :)
Úff... en nú sit ég fyrir framan tölvuna með hraðsperrur í fótunum eftir lengsta labbitúr dvalar minnar hérna. Já ég fór í göngutúr til klaustursráðgjafans míns eða hvað þetta nú kallast á íslensku. Ja, skulum bara kalla hana Abbadís! ;) hihii... Ég hélt að þetta yrði ósköp sakleysislegur og þægilegur göngutúr en hann endaði sem kvöl og pína í 2 klukkustundir. Ákkúrat núna er baseball leikur, Cubs, sem er annað af 2 liðum hérna í Chicago.Þeir eru að keppa um úrslit í heimsmeistarakeppni í baseball. hehe... Ég vissi ekki að það væri til heimsmeistarakeppni í hafnarbolta. Mér finnst að Íslendingar ættu að taka þátta í því, gætum skammstafað það HH eða WB. ;) eða eitthvað... já þá held ég að þessum ýmislegum fréttum mínum sé lokið, vona að þið hafið haft gaman af! ;) ,,Lifið heil! Bless". (Kveðja að hætti Bólu,fyrir þá sem ekki föttuðu) :)
|
Í gær hætti ég snemma, sótti miða á tónleika. Já ég fór á tónleika í gær. Ég fór á tónleika með Sting. Þetta var frábært! Tónleikarnir voru úti, fólk sat bara úti í gúddí fílíng og hlustaði á Sting! :) Veðrið er búið að vera rosalega gott þessa dagana og verður áfram fram yfir helgi allavegana, 24°C! Jibbý!!!! Svo er löng helgi framundan. Engin vinna á föstud. og ekki heldur mánud. og ég er náttúrulega í fríi allar helgar. Svo ég ætla að slappa og og njóta þess að hafa húsið út af fyrir mig. Verð að segja ykkur að ég fór á videoleigu á laugardaginn og sá að það er hægt að leigja Alias þættina á DVD! Mér finnst það geggjað, svo ég ætla að horfa á Alias!!! um helgina! :)
Úff... en nú sit ég fyrir framan tölvuna með hraðsperrur í fótunum eftir lengsta labbitúr dvalar minnar hérna. Já ég fór í göngutúr til klaustursráðgjafans míns eða hvað þetta nú kallast á íslensku. Ja, skulum bara kalla hana Abbadís! ;) hihii... Ég hélt að þetta yrði ósköp sakleysislegur og þægilegur göngutúr en hann endaði sem kvöl og pína í 2 klukkustundir. Ákkúrat núna er baseball leikur, Cubs, sem er annað af 2 liðum hérna í Chicago.Þeir eru að keppa um úrslit í heimsmeistarakeppni í baseball. hehe... Ég vissi ekki að það væri til heimsmeistarakeppni í hafnarbolta. Mér finnst að Íslendingar ættu að taka þátta í því, gætum skammstafað það HH eða WB. ;) eða eitthvað... já þá held ég að þessum ýmislegum fréttum mínum sé lokið, vona að þið hafið haft gaman af! ;) ,,Lifið heil! Bless". (Kveðja að hætti Bólu,fyrir þá sem ekki föttuðu) :)
mánudagur, október 06, 2003
Fiskur
Loksins, loksins fékk ég fisk! ummm nammi nammi gott, silungur í sesamfræjum.
|